Þá er komið að hinni árlegu hjólaferð HSSR. Brottför er klukkan 18:30 föstudaginn 5. september en æskilegt er að þáttakendur séu mættir fyrir klukkan 18:00 því það tekur talsverðan tíma að koma hjólum og farangri fyrir. Reiknum með því að stoppa á leiðnni og fá okkur eitthvað í svanginn. Heimkoma er áætluð rétt fyrir kvöldmat sunnudaginn 7. september.
Ekki liggur endanlega fyrir hvert verður farið þar sem enn á eftir að ganga frá lausum endum varðandi skálagistingu og fleiri praktísk atriði. Við stefnum hins vegar að því að gista fyrstu nóttina í Kerlingarfjöllum og nota svo laugardaginn í að hjóla í grennd við Kerlingarfjöll en halda áleiðis niður í byggð á sunnudeginum. Dagleiðir eru á bilinu 40-50 km en um er að ræða trússferð. Nánari upplýsingar verða sendar út við fyrsta tækifæri. Veðurútlit hefur síðan að sjálfsögðu áhrif á endanlega ferðatilhögun.
Ferðin ætti að vera við hæfi allra sem eru í meðalslöku formi og eiga sæmilegt hjól. Rándýr tryllitæki eru engin nauðsyn. Mæli með því að prófa gripinn amk. einu sinni í þessari viku til að koma upp um augljósa bilanir. Hjálmar eru auðvitað skylda.
Það er alltaf gaman að grilla og við getum gert það á laugardagskvöldið ef einhver ferðalangur á gott ferðagrill sem er hægt að taka með.
Skráning fer fram netfanginu eythororn@gmail.com en henni lýkur miðvikudagskvöldið næstkomandi. Einnig er skemmtilegt ef þáttakendur gera vart við sig á þar til gerðum spjallþræði á korkinum. Þegar hafa nokkrir boðað komu sína: Páll Sveinsson, Ponta, Arngrímur og Guðjón Blöndal og Stefán Páll Magnússon. Fyrirspurnum er svarað í gegnum ofangreint netfang.
—————-
Texti m. mynd: Þessi mætir alltaf
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson