Verkefni Tjaldur

Á sjórnarfundi 2. september var samþykkt að kaupa hitara, lýsingu og annan búnað til sem þarf til að gera Trelleborg tjalid HSSR klárt í notkun. Kostnaður við þetta er um 1,2 miljónir en að hluta til er það fjármagnað með gjöf frá Ólafi Gíslasyni og co sem er iinnflutningsaðili fyrir Trelleborg tjöld og búnað.
Þriðjudaginn 9. september klukkan 18.30 verður haldin fundur á M6 þar sem fjallað verður um hvaða búnað á að kaupa auk þess að ræða um hvernig það verður virkjað í útköllum. Hægt er að finna skýrslu tjaldhóps í pdf formi undir gögn. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Verkefni Tjaldur

Fundur með áhugafólki um tjaldamál HSSR fimmtudag 5.júní kl. 18:30. Í kjölfar suðurlandsskjálftana var farið austur fyrir fjall og teknar myndir af tjöldum og búnaði sem þar var virkjaður. Nú er unnið að tillögum um viðbætur á núverandi búnaði HSSR. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og við bendum á að N-II eru velkomnir.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Verkefni Tjaldur

Eins og kom fram í síðasta Snepli er verið að kanna hvort það sé góður kostur að stækka og efla færanlega bækistöð HSSR. Búið er að halda einn fund og þar var skipaður undirbúningshópur. Í forsvari fyrir hann er Ólafur Loftsson.
Þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 20.00 verður næsti fundur og þar verður farið í útreikninga, vangaveltur og myndir skoðaðar.
Allt áhugafólk um málið er hvatt til að mæta og stimpla sig inn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson