Af þeim 40 sem hófu nýliðaþjálfun haustið 2007 hafa 16 verið teknir inn í nýliða II hópinn. Þar af eru um 10 enn á skrá sem NI en þeir hafa farið hægar yfir og komast vonandi í NII næsta vetur, þ.e. ef þau skila sér inn í haust.
Fyrir voru 9 manns, sem ekki náðu að komast inn með sínum félögum á síðasta aðalfundi, og af þeim eru 4 enn virkir en eiga eftir lykil námskeið til að gerast fullgildir félagar í sveitinni. Restin skilar sér kannski síðar inn eða verða tekin af skrá.
Samtals eru því 20-25 manns í NII hópnum og eru það ekki síður efnilegir félagar en þeir sem urðu fullgildir félagar í vetur.
Til að halda áfram öflugu nýliðastarfi þá er um að gera að byrja að gauka umsóknareyðublaði að efnilegum einstaklingum sem þið þekkið og vitið að hafa áhuga á að starfa í björgunarsveit, þ.e. Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Með kveðju
Nýliðateymið
—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir