Stefnumótunarfundur verður haldinn 9. október klukkan 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar og allir félagar hvattir til að mæta. Með öllum er einnig átt við þá félaga sem hófu starf í haust. Fyrirkomulagið á fundinum verður þannig að eftir mjög stuttar innleiðingu um hvert mál, velja þátttakefndur sér málaflokk og í framhaldi af því verður skipt upp í hópa. Í hópunum verða síðan málin krufin.
Málaflokkar sem teknir verða fyrir eru:
Framtíð – rætt um framtíðarverkefni, meðal annars Alþjóðasveit og önnur verkefni sem sveitinni býðst þátttaka í. Þjálfun og útkallsskipulag – þjálfun þvert á sérhæfða hópa, ábyrgð einstaklinga og hópaskipulag Hvernig höldum við lengur í gott fólk? Skjöl vegna þessara erinda eru komin inn á heimasíðuna undir "gögn".
Stjórn HSSR
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson