Smalaferð í heimkynni Hákarlsins.

Skráning hefur verið opnuð á korknum og vil ég kvetja alla sem áhuga hafa á að fara til að skrá sig tímanlega.

Gúmmískór og lopapeysur eru taldar æskilegar en þó er ekki gerð krafa um neinn sérstakan útbúnað.

Arnar Ingi Guðmundsson

—————-
Höfundur: Arnar Ingi Guðmundsson

Smalaferð í heimkynni Hákarlsins.

Fjárbændur og björgunarsveitarmenn á Barðaströnd, þeir hinir sömu og eiga nú Hákarlinn okkar gamla leita eftir stuðningi HSSR við smalamennsku helgina 17-19 oktober. Eins og þeir muna sem tóku þátt í páskaferð á Glámu fyrir 1 og1/2 ári er þetta mikið ævintýraland þarna fyrir vestan sem vert er að kynnast. Heimamenn bjóða gistingu á Birkimel og fæði fyrir spræka smala. Árni Þór og Arnar Ingi hafa tekið leiðangurinn að sér og er áhugasömum bent á að snúa sér til þeirra.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson