Nánari upplýsingar um Kerlingarfjallaferð

Þátttakendur skulu vera mættir á M6 klukkan 18:00 en brottför verður klukkan 18:45. Við gerum ekki ráð fyrir því að stoppa til að borða á leiðinni. Ferðin upp í Kerlingarfjöll tekur um það bil 4 klukkustundir en það er auðvitað háð færð.

Við gistum báðar næturnar í Ásgarði þar sem skálar fyrrum Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum eru. Skálarnir standa í uþb. 700m hæð og þar getur hæglega farið niður fyrir frostmark á þessum árstíma. Dagskráin ræðst að sjálfsögðu að einhverju leyti af veðri en á laugardaginn stefnum við að því að ganga á Mæni (1357m) og jafnvel á Hött (1312m) eða Ögmund (1357m) líka. Við gerum ráð fyrir því að ganga 15 til 20 km þennan dag. Um kvöldið verður matur í boði Hjálparsveitarinnar, sennilega Lambalæri en kokkarnir áskilja sér allan rétt til að breyta því. Á sunnudaginn pökkum við saman í Ásgarði og höldum heim á leið. Á leiðinni getur verið að við skoðum fossinn Ábóta í Hvítá eða göngum á Bláfell (1204m).

Eftirfarandi eru hugrenningar um búnað en listinn er örugglega ekki tæmandi

Lámarksútbúnaður:

Áttaviti

Góðir gönguskór

Ullarnærföt og sokkar

Regn- og vindheld hlífðarföt (jakki og buxur)

Höfuðfat

Vettlingar

Sæmilegur svefnpoki

Bakpoki (dagspoki dugir, 30-50L)

Drykkjarbrúsi eða annað sambærilegt

Annað sem er gott að hafa með:

Höfuðljós

Salernispappír (engin salernisaðstaða önnur en guðsgræn náttúran)

Mataráhöld

Hitabrúsi (smekksatriði)

Dettur ekki fleira í huga að sinni en rétt að taka fram að ekki er gert ráð fyrir því að þátttakendur séu með ísaxir eða brodda en það er sjálfsagt að kippa þeim með ef þeir eru til taks. Eins skuluð þið endilega taka með kort af svæðinu ef þið eigið slíkt til.

Nokkur gagnleg GPS hnit:

Ásgarður: N64 40.945 W19 17.932

Mænir: N64 40.945 W19 17.932

Höttur: N64 37.413 W19 19.930

Ögmundur: N64 37.627 W19 21.341

Hverasvæði: N64 38.614 W19 17.300

Ásgarðshryggur: N64 40.148 W19 18.344

Hér á eftir fylgja nöfn þeirra sem hafa skráð sig. Vinsamlega yfirfarið listann og látið vita ef þið teljið ykkur eiga að vera á honum eða eruð hætt við að fara.

Kári Logason

Hanna Lilja Jónasdóttir

Manúela Magnúsdóttir

Anna Dagmar Arnarsdóttir

Julien Oberlé

Helga Björk Pálsdóttir

Jón Gunnar Egilsson

Birgir Christian

Sören Lilbæk Sörensen

Sigþóra Ósk Þórhallsdóttir

Guðmundur F Sigurjónsson

Helgi Rúnar Halldórsson

Esra Jakobsson

Auður Sif Jónsdóttir

Sigríður Guðrún Elíasdóttir

Melkorka Jónsdóttir

Heiðar Bjarki Halldórsson

Katrín Möller

Villa?

Laurent Jegu

Alicja Obuchowska

Rafal Slabosz

Kjartan Óli Valsson

María Gísladóttir

Rut Knútsdóttir

Tomasz Chrapek

Izabela Sobczak

Ásdís Magnúsdóttir

Eyþór Örn Jónsson

Árni Þór Lárusson

Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir

Einar Ragnar Sigurðsson

Björk Hauksdóttir

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

Daníel Guðmundsson

Trausti Ingvarsson

Ásbjörn Hagalín

Dagbjartur Finnsson

Halldór Ingi Ingimarsson

—————-
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson