Innanbæjarleit á sunnudagskvöld.

Rúmlega tuttugu HSSR félagar tóku þátt í eða voru tilbúnir í húsi vegna innanbæjarleitar að karlmanni á Sundahafnarsvæðinu í gærkvöldi.

Af öðrum viðburðum helgarinnar er það helst að Eftirbátar fóru í æfingaferð á Fimmvörðuháls, Fjórhjólagengið fór í æfingaferð á sunnudag og um 20 manns stóðu gæslu á bikarúrslitaleik í Laugardal á laugardaginn.

Nú er komið haust, ef þú hefur ekki tekið eftir því. Það er því mikilvægt að útkallshópurinn okkar sé klár með sitt óveðurs og útkallsdót annaðhvort hér á M6 eða á vísum stað. Þá vill Bækistöðvarhópur minna 112 útkallshópinn á að svara öllum 112 boðum með SMS í útkallssíma HSSR með upplýsingum um það hvort menn komast eða ekki.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson