Allt að fyllast í Kerlingarfjallaferð!

Það virðist vera mikill áhugi á Kerlingarfjallaferðinni en nú þegar hafa rúmlega 25 manns skráð sig. Þeir eru öruggir með en því miður er ekki víst að fleiri komist með. Áhugasamir eru þó hvattir til að senda póst á eythororn@gmail.com. Bæði er hugsanlegt að hægt verði að útvega fleiri pláss og eins gætu einhverjir hætt við.

Þeir sem eru skráðir en hætta við eru vinsamlega beðnir um að láta vita af því með því að senda póst á fyrrgreint netfang.

—————-
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson