Til stendur að halda betur utan um starfsemi og þjálfun á almenna útkallshópi sveitarinnar, sem hefur fram að þessu verið frekar illa skilgreindur og fallið inn á milli flokka. Viðbragðshópurinn verður opinn öllum fullgildum félögum sveitarinnar. Hópurinn mun bæði starfa sem útkallshópur með það hlutverk sem hópurinn hefur nú þegar og einnig sem ferðahópur með áhugaverða dagskrá. Það ræðst hins vegar af því fólki sem kemur til með að starfa með hópnum hvernig dagskráin verður útfærð.
Farið verður yfir drög að dagskrá fyrir hópinn, lagt á ráðin um ferðalög og rætt um nauðsynlegar æfingar.
Allir eru velkomnir á fundinn, en sérstaklega félagar sem eru á útkallsskrá en eru ekki starfandi með öðrum útkallshópum. Einnig eru aðrir félagar sem ekki eru á útkallsskrá en hafa áhuga á að starfa með Viðbraðshópi hvattir til að mæta. Fundurinn hefst kl. 20:00 á þriðjudagskvöldið 27. janúar.
Davíð Snorrason
—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir