Fimmtudagskvöld á M6

Nú er búið að mála gólf, loft og veggi í birgðageymslu og gömlu flugeldageymslunni/nýja hluta birgðageymslunnar.Næsta skref er að koma aftur upp hillum og borðum, óveðurskistum, talstöðvum, ýlum og öðru sem þarna á heima. Fimmtudagskvöldið 22. janúar verður þetta gert og við byrjum kl. 20.00 og stefnum að því að vera búin kl. 22.30. Forsvarsmenn hópa, flokka og annarra aðila sem hafa umsjón með búnaði eru beðnir um að virkja sitt fólk. Tilvalið tækifæri til að skiptast á sögum af Heklu eða flugeldagleði.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson