Sleðaferð 16. – 18. jan. 2009

16. janúar fórum við 6 félagar úr HSSR og FBSR frá Vatnsfelli í Jökulheima á vélsleðum í slæmu veðri. Ákveðið var að gista þar um nóttina og skoða veðrið um morguninn. Eftir góðan nætursvefn og miklar veðurathuganir var ákveðið að halda á Grímsfjall þó að veðrið væri ekki mikið betra en kvöldið áður. Ferðin þangað gekk sæmilega þó að færið væri þungt og skyggnið ca. 8 – 10 metrar.Þegar við höfðum mokað frá hurðinni á skálanum voru sleðarnir tankaðir og gerðir klárir fyrir morgundaginn. Eftir að allir höfðu komið sér vel fyrir komu 2 strákar frá björgunarsveitinni Héraði til okkar og var skipst á sögum, góður matur eldaður og töfruðu nýliðar úr sleðaflokki HSSR fram ljúffengan eftirrétt. Eftir mat var slappað vel af og góðs félagsskapar notið í gufunni. Þegar drengirnir frá Héraði höfðu haldið heim var skriðið upp í kojur. Morguninn eftir vöknuðum við í svipuðu veðri og daginn áður.Eftir að hafa farið á fætur var öllu pakkað saman og haldið í Jökulheima og suður Tungná, þaðan í Veiðivötn og niður í Vatnsfell. Við Vatnsfelli voru sleðarnir settir uppá kerrur og brunað í bæinn.Ég vil þakka öllum fyrir góða og lærdómsríka helgi.

Þorvaldur Örn Vélsleðanýliði

—————-
Höfundur: Þorvaldur Örn Finnsson