Alþjóðabjörgunarsveitin á æfingu, vilt þú aðstoða?

Vikuna 6. til 13. september verður haldin stór rústabjörgunaræfing á Gufuskálum en þá mun Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin freista þess að fá viðurkenningu og vottun frá Sameinuðu Þjóðunum. Hingað til lands munu koma um 30 aðilar alls staðar að úr heiminum til þess bæði að meta sveitina og til að fylgjast með æfingunni. Æfingin sjálf hefst 10. september og verður hún keyrð stöðugt í 36 klst.

Slysavarnafélagið Landsbjörg auglýsir eftir aðstoðarfólki til þess að manna ýmsa verkþætti við undirbúning og eins á meðan æfingunni stendur t.d.:

– Akstur
– Keyrslustjórar verkefna
– Tengiliði við erlenda gesti
– Gæslustörf
– Uppsetning á verkefnum
– Og margt fleira…

Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér breytta aðferðarfræði og nýjungar á sviði rústabjörgunar. Allar frekari upplýsingar veitir Björgvin Herjólfsson hjá SL (bjorgvin@landsbjorg.is).

Mynd er frá frétt DV (http://www.dv.is/frettir/2009/4/6/bida-atekta-vegna-jardskjalfta/) um að sveitin hafi verið sett í viðbragðsstöðu 6. apríl s.l.

—————-
Texti m. mynd: Frá æfingu ÍA (af vef dv.is)
Höfundur: Örn Guðmundsson