Slasaður maður í Esju.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar maður maður hrapaði í klettum í Heljaregg í Vesturbrún Esjunnar. Um er að ræða vinsælt klifursvæði og var maðurinn þar við klifur ásamt tveimur félögum sínum. Talið er að fallið hafi verið um 6-8 metrar. Einnig var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og þyrla LHG kölluð út og var maðurinn hífður um borð í hana laust fyrir kl. 16.00. Alls tóku 10 félagar frá HSSR þátt í aðgerðinni.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Slasaður maður í Esju

Undanfarar og tækjaflokksmenn HSSR voru kallaðir út klukkan 16:30 vegna manns sem hafði slasast við Svínaskarðsveg sem liggur austast í Esju, maðurinn var þar á ferð við annan mann sá hafði símasamband við Neyðarlínuna. Reykur 3 komst alla leið á slysstað og flutti hinn slasaða síðan á Slysadeild LHS.

Alls komu 8 félagar í HSSR að útkallinu sem lauk um klukkan 20

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson