Bretarnir koma!

Eins og undanfarin ár kemur Rally deild breska hersins og gistir í húsnæðinu okkar. Hluti hópsins kemur sunnudaginn 9. ágúst og restin í vikunni á eftir. Von er á um 25 manns í það heila. Þeir munu hafa aðstöðu í öllu húsnæði HSSR. Þeir munu sofa í salnum, nota eldhúsið og eitthvað snudda í bílunum sínum í bílageymslunni. Húsnæði verður eftir sem áður opið fyrir félaga sveitarinnar, en við þurfum að taka tillit til þeirra. Frekari fréttir af þeim seinna.

—————-
Texti m. mynd: Rallyhópurinn í fyrra
Höfundur: Ólafur Loftsson