Fréttir frá Filipseyjum

Barst eftirfarandi pistill frá Ólafi Lofssyni á skaðasvæði á Filipseyjum,

Hér er allt á fullu við að undirbúa komu fellibylsins LUPIT.
Áætlað er að hann fari yfir nyrsta hluta Filipseyja á næstu tveim sólarhringum með tilheyrandi rigningum. Í kjölfar hans fellibylsins er annað veðurkerfi sem er minna og hefur verið kallað „Santi“. Þær rigningar sem því kerfi fylgja koma til með að bætast við það sem á undan er gengið og má búast við flóðum víða í kjölfarið, allt eftir því hve mikið rignir. Starf okkar hér hefur verið að fylgjast með slóð fellibylsins og áætla hvar mesta þörfin verður fyrir aðstoð og undirbúa hana. Þegar Lupit hefur farið fram hjá munum við senda teymi norður í land til að kanna ástandið og meta hvaða og hvernig hjálp er þörf. Í þessum teymum eru sérfræðingar frá hinum ýmsu stofnunum UN og fleiri sem sérhæfa sig í mismunandi neyðaraðstoð. Þessi sérfræðingar meta þörf fyrir skjól, læknisaðstoð, matvæli, hreinlæti o.s.frv. Myndir: http://picasaweb.google.com/OlafurLoftsson/Philippines1#

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson