Aðalfundur

Munið aðalfund Hjálparsveitar skáta í Reykjavík sem verður haldinn þriðjudaginn 2. nóv. kl. 20.

Slóð á skýrslu stjórnar er á borðanum hér að neðan.

Eftir fund er í boði spennandi fyrirlestur um Kortlagningu sprungusvæða á jöklum sem Snævarr Guðmundsson heldur.

kv. Stjórn.

—————-
Höfundur: Árni Þór Lárusson

Aðalfundur

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn, 31. október, kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar á Malarhöfða 6.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa eru eftirtalinn mál á dagskrá:

Kynning á skýrslu tækjavalsnefndar
Tillaga stjórnar um fjármögnun tækjakaupa með framlagi úr rekstrarsjóði.
Skoðun á auknu samstarfi eða sameiningu HSSR og Björgunarsveitarinnar Ársæls.

Á undan fundinum verður kynning, mátum og á fatnaði frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg (66 norður) og einhverju fleira merkt HSSR.

Mætið tímanlega þannig að fundurinn geti hafist á réttum tíma og nýliðum er bent á að þau eru velkomin á fundinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson