Alpa fréttir

Arnar og Árni náðu toppi á Matterhorn klukkan 11:00 í dag

Trausti, Danni og Ási fóru í klettaklifur í Les Gaillands í Chamonix í dag.

Mjög góður dagur í Chamonix, Sól og blíða. ( Kannski pínu of heitt)

Myndir frá Klettaklifri komnar á http://picasaweb.google.com/asbjornhp

Myndir frá toppi Matterhorn munu líklegast koma á morgun.

kv. Eldhressir Alpafarar

—————-
Texti m. mynd: Trausti og Danni ferskir
Höfundur: Ásbjörn Hagalín Pétursson

Alpa fréttir

Við reyndum við Matterhorn, en sú tilraun mistókst.

Viltumst af leið og fórum ekki allveg réttu leiðina upp.

Það fór mikill tími í að vera ekki á réttri leið, fórum hægt yfir og mikið um laust grjót.

Fórum upp í Solvay hut sem er rétt yfir 4000m og tókum þá eftir því að við höfðum verið alltof lengi.

Við höfðum bara vatn og mat í ákveðin tíma. Og við þetta tímatap þá vorum við ekki með nægar vistir í restina og niður.

Trausti, Ási og Danni ákveðu að láta næstu tilraun bíða til betri tíma og stunda klettaklifrið grimt í Chamonix en Árni og Arnar ætla gera aðra tilraun í nótt.

kv. Alpafarar

—————-
Texti m. mynd: ferskir á Matterhorn
Höfundur: Ásbjörn Hagalín Pétursson

Alpa fréttir

Þá erum við búnir að fara á topp Mont Blanc 4808m. Fórum upp Gouter leiðina. Lögðum af stað frá Nid d'Aigle (2372 m.) klukkan 15:00 23.ágúst Við stefndum þaðan upp í Gouter Hut 3817m, það tók okkur um 5 tíma að príla þangað. Vorum í þoku nánast alla leið upp í Gouter Hut, en í um 3700m fórum við yfir skýin. Gistum í skálanum til 02:30 og vorum lagðir af stað um 03:30.Náðum toppi á Mont Blanc um 09:00

Vorum komnir niðrí Gouter Hut um 12:00, fengum okkur góða súpu og skokkuðum niður á brautarstöðina Nid d'Aigle (2372 m.) og vorum komnir um 16:00 Ástæðan fyrir því að við ákvöðum að fara Gouter leiðina var vegna þess að það er búið að vera þrumuveður hér þriðja hvern dag og snjóað duglega, þarafleiðandi leyst okkur ekki þriggja tindaleiðinna sem við ætluðum.Þegar við vorum komnir niður af Mont Blanc fréttum við af snjóflóði í Tacul brekkunni sem er fyrsta brekkan í Þriggja tindaleiðinni sem við ætluðum að fara þennan dag. ( Fréttir af þessu má finna á frétta vefum.)

Núna stefnum við á Matterhorn, keyrum til Zermatt á eftir.

Kveðja, Alpafarar Myndir á http://picasaweb.google.com/asbjornhp

—————-
Texti m. mynd: Toppamynd
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Alpa fréttir

Lögðum 4 af stað frá Cosmiq hut upp Þriggja tinda leiðina á Mt.Blanc. Þrumuveður um nóttina seinkaði brottför um 5 tíma og mikið snjóaði um nóttina.Við lögðum af stað klukkan 06:30 og vorum eini hópurinn sem lagði af stað. Þetta var endalaust snjótroð og vorum um 3 tíma upp Tacul brekkuna. Næst tók við 6 tíma klifur upp á Mt.Maudit hrygginn. Þurftum að hverfa frá hefbundir leið og fara meðfram klettunum. Þegar við vorum komnir uppá hrygginn var klukkan um 17:00 og framhaldið leit ílla út.Mikil snjóflóða hætta var framundan og við ákváðum að snúa við.Vorum komnir aftur niðrí skála um 22:00. Erum núna bara að hvíla okkur og plana næstu ferð upp. Fullt af nýjum myndum á http://picasaweb.google.com/asbjornhp

Kveðja. Alpafarar ( Ási, Árni, Arnar, Danni og Trausti)

—————-
Texti m. mynd: http://picasaweb.google.com/asbjornhp
Höfundur: Haukur Harðarson