Þá erum við búnir að fara á topp Mont Blanc 4808m. Fórum upp Gouter leiðina. Lögðum af stað frá Nid d'Aigle (2372 m.) klukkan 15:00 23.ágúst Við stefndum þaðan upp í Gouter Hut 3817m, það tók okkur um 5 tíma að príla þangað. Vorum í þoku nánast alla leið upp í Gouter Hut, en í um 3700m fórum við yfir skýin. Gistum í skálanum til 02:30 og vorum lagðir af stað um 03:30.Náðum toppi á Mont Blanc um 09:00
Vorum komnir niðrí Gouter Hut um 12:00, fengum okkur góða súpu og skokkuðum niður á brautarstöðina Nid d'Aigle (2372 m.) og vorum komnir um 16:00 Ástæðan fyrir því að við ákvöðum að fara Gouter leiðina var vegna þess að það er búið að vera þrumuveður hér þriðja hvern dag og snjóað duglega, þarafleiðandi leyst okkur ekki þriggja tindaleiðinna sem við ætluðum.Þegar við vorum komnir niður af Mont Blanc fréttum við af snjóflóði í Tacul brekkunni sem er fyrsta brekkan í Þriggja tindaleiðinni sem við ætluðum að fara þennan dag. ( Fréttir af þessu má finna á frétta vefum.)
Núna stefnum við á Matterhorn, keyrum til Zermatt á eftir.
Kveðja, Alpafarar Myndir á http://picasaweb.google.com/asbjornhp
—————-
Texti m. mynd: Toppamynd
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson