Jæja, erum búnir að vera Rölta um Alpana seinustu daga. Vinna i því að hæðaraðlaga okkur.
Allir fundum við fyrir hæðinni á fyrsta degi. Það var svakalega blíða og við röltum um sléttuna undir Midi spírunni.
Á öðrum degi vorum við að leika okkur í Midí spírunni í um 3800m hæð.
Á þriðja degi fengum við sól og mega blíðu og notuðum daginn.: Danni, Trausti og Arnar fóru á Tacul ( 4248m) í gær. Ási og Árni röltu frá Midi spírunni yfir til Ítalíu
Svakalegur munir að labba frá fyrsta degi í hæð og á þriðja degi
Stefnum á að leggja af stað á Mt.Blanc um 02:00 í nótt á staðartíma og munum reyna við þriggja tinda leiðina.
Kveðja.
Dáðadrengirnir Myndasíða Alpafara: http://picasaweb.google.com/asbjornhp
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson