Bretarnir komnir

Þegar þið eigið leið um M6 næstu viku munið þið sjá uppbúin rúm og fullt af Land Rover bílum fyrir utan. Ef þið eruð heppin munið þið einnig rekast á breska hermenn. Um er að ræða hóp sem tekur þátt í Rally Reykjavík sem hefst á fimmtudaginn og líkur um helgina. Þeir hafa aðgengi að sal, eldhúsi og setustofu og eru um 20. Þetta þýðir ekki að húsið sé lokað, þvert á móti eru félagar hvattir til að detta inn og spjalla við þá. Eftir síðustu heimsókn eigum við inni heimboð til björgunarsveitar hersins sem við höfum því miður ekki nýtt okkur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson