Reykjavíkurmaraþon um næstu helgi.

Að venju verður sjúkra og öryggisgæsla við Reykjavíkurmaraþon þann 23. ágúst í höndum HSSR. Um það bil 40 manns koma að þessari gæslu, ungir sem eldri félagar og er þetta ávallt mjög skemmtilegur dagur. Hlaupaleiðinni er skipt upp í svæði sem gæslumaður á reiðhjóli vaktar.

Í ár geta hlauparar heitið á góðgerðarfélög, þar á meðal HSSR með því að smella á vefslóðina. ATH. að velja þarf góðgerðarfélag úr lista.

http://www.marathon.is/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=153&lang=is

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson