Útför Helgu Einarsdóttur

Í dag 14. ágúst fer fram útför Helgu Einarsdóttur félaga í HSSR. Helga skrifaði undir eiðstaf Hjálparsveitar skáta í Reykjavík 23. september 1986. Strax frá upphafi var ljóst að þar fór sterk kona sem setti fram skoðanir sínar á jákvæðan hátt. Hennar verður sárt saknað úr okkar starfi. Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík færi ég fjölskyldu Helgu samúðarkveðjur.

Haukur Harðarson sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson