Árshátíðin.

Árshátíð HSSR var haldin í Húsadal síðastliðinn laugardag.
Samkvæmt diskatalningu grillara voru 77 félagar á svæðinu og eftir því sem best er vitað var hátíðin skemmtileg.
Heiti potturinn var mjög vinsæll og þegar talning fór fram stuttu fyrir kvöldmat voru 16 búkar í honum. Fjöldi liða tók þátt í Erikuralli, sem fór fram í nokkurri bleytu á laugardeginum. Var fjöldi viðurkenninga veittur og að venju voru skemmtiatriði fjölbreytt.

Hægt er að nálgast nokkrar myndir á vefslóðinni http://picasaweb.google.com/simbason/GrillaHanda77#
og hægt er að nálgast myndband NII á http://www.vimeo.com/17135106

Stjórn vill þakka góðan undirbúning og skemmtilega árshátíð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson