Bíló ferð á Eyjafjallajökul

Bíló fór ásamt nokkrum öðrum bílum á Eyjafjallajökul Sunnudaginn 1.2.2004. Farið var upp Hamragarðaheiði austur upp jökulinn að Hámund, og síðan niður að efri skálanum á Fimmvörðuhálsi. Þaðan lá leiðin upp hjá Goðalandsjökli austur á Mýrdalsjökul. Við fórum svo niður hjá Sólheimahjáleigu niður á Sólheimasand. Þar var tekin smá fjöruferð og skoðuðum við flak af flugvélahræi sem liggur þar í sandinum. Haldið var heim á leið og komið í bæinn um sjöleytið.

Myndir eru komnar á myndasíðu.

—————-
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson