Bíló ferð á Langjökul

Bílaflokkurinn fór sína árlegu ferð á Langjökul á Sunnudaginn. Farið var upp Kaldadal frá Þingvöllum að Jaka. Þar var stefnan tekin á Þursaborg og gekk ágætlega þangað uppeftir þrátt fyrir frekar þungt færi og lélegt skyggni. Þegar Þursaborg var sjáanleg á GPS tækjunum byrti heldur betur til og skafrenningurinn hvarf og blasti þar við ótrúlega gott útsýni til allra átta. Haldið var áfram upp á Péturshorn og þaðan að Fjallkirkju. Snjóakkeri var prufað með ágætis árangri í síðustu brekkunni og mikið fjör var þegar upp á brekku brúnina var komið. Eftir smá útsýnisgöngu var síðan haldið heim á leið vestur að Jaka og þaðan hamborgaraleiðina í bæin (í gegnum Borgarnes)

Myndir eru komnar á myndasíðuna.

—————-
Texti m. mynd: Svaka túttur maður!
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson