Búðahópur kaupir 5kW ljósavél

Búðahópur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík festi nýverið kaup á 5kW Herkules eins og þriggja fasa ljósavél sem gengur fyrir diesel eldsneyti. Vélin er flokkuð sem hljóðlát og mun því henta vel til þess að knýja búðir sveitarinnar og þá sér í lagi þar sem er að finna svefntjöld. Þá er vélin hugsuð sem varaaflstöð fyrir bækistöð sveitarinnar að Malarhöfði ef hnökrar verða á dreifingu rafmagns á höfuðborgarsvæðinu, enda annar hún vel lágmarks þörf sveitarinnar fyrir rafmagn í aðgerðum.

—————-
Texti m. mynd: Nýja Herkules ljósavélin
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson