Flugeldasalan fer ágætlega af stað þrátt fyrir veður. Í ár eru flugeldasölustaðir HSSR sjö.
Sem fyrr er aðalflugeldamarkaðurinn okkar í höfuðstöðvum Sveitarinnar á Malarhöfða 6 en þar að auki erum við með markaði í Spönginni, í Grafarholtinu við Húsasmiðjuna, við Skátamiðstöðina Hraunbæ í Árbænum, í skátaheimili Skjöldunga við Sólheima, á Grjóthálsi við höfuðstöðvar Össurar og í Bílabúð Benna hér á Höfðanum.
Á morgun, gamlársdag, verður opið á milli kl. 10 og 16 og eru allir velkomnir að kynna sér gott úrval flug- og skotelda þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Af gefinni reynslu má búast við mikilli örtröð í kvöld og á morgun svo við hvetjum alla til að mæta tímanlega til okkar og tryggja sér bestu bomburnar áður en þær fjúka út! Við hlökkum til að sjá ykkur og þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
Continue reading