Sveitarforingjaskipti á aðalfundi

Aðalfundur HSSR var haldinn 11. nóvember síðastliðinn. Fór hann fram með hefðbundnu sniði þar sem gerð var grein fyrir starfinu á liðnu starfsári, fjármálum sveitarinnar auk þess sem rætt var um lög, dagskrá og útkallsmál.

Stóru tíðindi fundarins voru hins vegar þau að Haukur Harðarson, sveitarforingi til níu ára, var ekki lengur í framboði og þurfti fundurinn því að velja nýjan sveitarforingja. Aðeins einn bauð sig fram, Tómas Gíslason, og var hann því sjálfkjörinn nýr sveitarforingi til eins árs. Úr stjórn gengu einnig Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Daníel Másson, Sigþóra Ósk Þórhallsdóttir og Einar Ragnar Sigurðsson.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Tómas Gíslason, sveitarforingi
Edda Guðrún Guðnadóttir
Halldór Ingi Ingimarsson
Hilmar Bergmann
Melkorka Jónsdóttir
Ólafur Jón Jónsson
Rún Knútsdóttir

Fráfarandi stjórn fær þakkir sveitarinnar fyrir vel unnin störf um leið og þeirri nýju er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem fyrir höndum eru á komandi misserum.