Bakhjarlar sveitarinnar

Bakhjarlar HSSR

Þriðjudaginn 19. maí fékk Hjálparsveit skáta í Reykjavík góða heimsókn, en þá tóku á henni hús nokkrir fulltrúar bakhjarla hennar, fengu kynningu á starfseminni og þáðu veitingar. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjálparsveit skáta í Reykjavík veitir viðurkenningar af þessu tagi, en ljóst er að eftirleiðis verður þetta árlegur viðburður í byrjun sumars.

Lengi hefur verið vitað að framlag vinnustaða til útkallsmála er vanmetið, en án þess sveigjanleika sem björgunarfólk fær þar væri rekstur útkalla mun erfiðari en ella. Því óskaði stjórn HSSR eftir því að félagar myndu tilnefna þá vinnustaði sem þeir teldu að ættu að fá viðurkenningu og eru þeir í ár eftirfarandi:

  • BYKO
  • Fjallakofinn
  • Habilis ehf.
  • LEE rafverktakar ehf.
  • Lýsi hf.
  • Malbikunarstöðin Höfði hf.
  • Prentsmiðjan Oddi
  • Rafsvið sf.
  • RST Net ehf.
  • Stormur ehf.
  • TM Software ehf.
  • VSB verkfræðistofa ehf.

En það eru ekki bara vinnustaðirnir sjálfir sem eiga góðar þakkir skildar því iðulega axla samstarfsfélagar björgunarfólks verkefni þeirra þegar útkall berst. Það er ómetanlegt og sýnir vel samhug þjóðarinnar þegar á reynir.

Stjórn sveitarinnar þakkar kærlega fyrir þetta framlag vinnustaða og samstarfsfólks, en með því eru þessir aðilar í raun órjúfanlegur hluti af útkallsferlinu.

Viðurkenning 2015