Fyrirlestraröð á leitartæknisviði

Fyrirlestrakvöld leitartæknihópa á svæði 1

Í kvöld verður haldin fyrirlestraröð um málefni sem snerta leitartækni í húsnæði HSSR að Malarhöfða 6 og hefst dagskráin kl. 19. Á dagskrá eru fimm erindi:

  • Almennar ábendingar frá tæknideild RLS
  • Hagnýt notkun dróna í björgunarstörfum
  • Notkun snjalltækja í aðgerðum
  • Leitarhundar
  • Almennt um leitartæknimál

Allir félagar á svæði 1 eru velkomnir hvort sem er fullgildir eða nýliðar.