Flugeldasala HSSR 2013

Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna fara af stað af fullum krafti laugardaginn 28. desember kl. 14:00.

Í ár er Hjálparsveit skáta í Reykjavík með 7 sölustaði á eftirfarandi stöðum: Risaflugeldamarkaður á Malarhöfða 6, Spöngin, Bílabúð Benna, Mjóddin, Grafarholt, Norðlingaholt og hjá Skjöldungum í Sólheimum.

Líttu við á einhverjum af flugeldamörkuðum okkar og spjallaðu við björgunarsveitarfólkið sem þar er og veit flest um flugelda.
Þú færð fyrsta flokks þjónustu, frábæra flugelda og styður við bakið á björgunarsveitinni þinni í leiðinni.

flugeldarFB612x612