Flugslysaæfing KEF

Mikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli 6. nóvember. Við mættum þar með 19 manns á þrem bílum. Einnig voru Helga Garðars. og Ásta Bjarney í bakvinnslu á M6. Jón Ingi var líka að vinna í svæðistjórn. Alls vorum við því tuttugu og tvö sem tókum þátt frá HSSR. Þrátt fyrir frekar fúlt veður tókst æfingin ágætlega. Okkar hlutverk þarna eðlilega ekki eins veigmikið og á Reykjavíkuræfingunni. En það var gaman að taka þátt og stemmingin var gríðargóð. Nánar um æfinguna má sjá á myndsíðu.

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson