Fréttir af bílamálum

Nýji bíllinn sem er Ford Transit 4×4 er væntanlegur fyrir miðjan október. Verið er að ganga frá aukahlutalistanum og gert ráð fyrir að vinna við að smíða inn í hann hefjist í vikunni. VW okkar er í yfirhalningu, verði er að rétta smádældir á hliðum og afturhurðir. Að því loknu fer hann í sprautuklefann og mætir glansandi til starfa í næstu viku.

Eins og komið hefur fram áður verða tveir minni þjóðvegabílar í notkunn í vetur hjá HSSR auk þess sem R1 og jepparnir verða áfram til staðar. Nánar verður fjallað um stefnu í tækjamálum á sveitarfundi í september.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson