Geymum Hattver, förum í Tindfjöll.

Af ýmsum orsökum hefur reynst nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirhugaðri gönguferð um helgina. Í stað áður auglýstrar ferðar á Fjallabak verður farið í dagsferð upp í Tindfjöll næstkomandi Laugardag og gengið á Ými (1464m). Mæting upp á M6 klukkan 8:00 og lagt af stað sem fyrst. Heildargönguleiðin er um 12km. Skynsamlegt að hafa búnað til jökulgöngu meðferðis. Núna eru skráðir: Gunnar Björgvinsson, Vilborg Gísladóttir, Trausti Björn Ingvarsson og Hanna Kata auk undirritaðs. Ef aðrir hafa áhuga á því að koma með eru þeir vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst sem fyrst á netfangið eythororn@gmail.com.

—————-
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson