Glæsileg verðlaun – skilafrestur nálgast

Nú styttist óðum í 15. október renni upp, en þá rennur út frestur til að skila inn myndum í ljósmyndakeppnina.

Úrslit verða tilkynnt sjálft árshátíðarkvöldið, 27. þessa mánaðar. Þá verða veittir vinningar – og þeir ekki af verri endanum:

Prentari – Brother DCP-115C frá Pennanum Tækni
Garmin GPS MAP60CSX frá R.Sigmundssyni
Hágæða mjúkskeljar frá 66°N

Drífið nú fram myndaalbúmin og farið sem fyrr frjálslega með þemu:

Á ystu nöf
Í syngjandi sveiflu
Öll veður hafa eitthvað

Netfangið er sem fyrr: hrafnha@gmail.com

-Og gleymið nú ekki að taka apparatið með í Skælingaferðina, þar verður jú færi á fínum skotum.

Hanna Kata og Hrafnhildur

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir