Helstu dagskrárliðir HSSR vor/sumar 2010

Heil og sæl.

Lýsing á opinni dagskrá HSSR vor/sumar 2010 er komin inn á netið undir liðinn GÖGN.
Mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur skjalið.

Forkönnunarþráður um áhuga á Hornstrandaferðinni hefur verið opnaður á korkinum.

kv. Melkorka

—————-
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir

Helstu dagskrárliðir HSSR vor/sumar 2010

Spennandi dagskrárliðir eru framundan og ættu því fjallkonur-og menn að hafa nóg fyrir stafni næstu mánuði við jökla-og fjallabrölt.

Fyrst ber að nefna hinn sínvinsæla lið Fjall kvöldsins en framundan eru þrjár kvöldferðir í nágrenni Reykjavíkur.
Fjölskylduferð verður farin 22. apríl og í byrjun maí verður svo stefnan tekin á Eyjafjallajökul (með fyrirvara um breytingar).
Farin verður svokölluð Seljavallaleið undir öruggri fararstjórn Ragga Fjalló.
Ganga á Eyjafjallajökul er svo sannarlega ágætis æfing fyrir Hvannadalsnhnúk en á hann verður arkað í einni halarófu
helgina 4. – 6. júní.
Ekki má heldur gleyma Vatnajökulsvorferðinni sem er á dagskrá 20. – 24. maí
en á sama tíma verður líka í boði krefjandi ferð fyrir fjallageitur á Hrútfellstinda.

Árni Tr. ætlar að arka með hóp fjallafólks á nokkur Búrfell laugardaginn 15. maí og helgarferð verður farin á
Hrútfell á Kili dagana 18. – 20. júní.

Síðla sumars mun HSSR fara alla leið vestur á Hornstrandir þar sem gengið verður með bakpoka og tjald í 7 daga um fjörur og firði í fjarska.
Nánari kynning á ferðinni um Hornstrandir sem og næstu dagskrárliðum mun fara fram á sveitarfundi þ. 23. mars nk.

Sjáumst

—————-
Texti m. mynd: Hrútfell á Kili. Ljósmyndari: Árni Tr.
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir