Hornstrandaskíðaferð

Það voru fleiri undanfarar sem viðruðu sig um páskana. Steppo og Helgi skelltu sér í skíðaskútuferð á Hornstrandir í Dymbilvikunni. Heimsóttir voru Jökulfirðirnir Hesteyrarfjörður, Veiðileysufjörður og Lónafjörður. Brekkurnar voru gríðarlega fínar og færið ekkert til að kvarta yfir. Landkrabbarnir upplifðu hressilega 11 vindstiga nótt í skútunni og borðuðu sjávarmeti í hvert mál.

Ferð sem við mælum með!
Steppo og Helgi

—————-
Höfundur: Stefán Örn Kristjánsson