HSSR á ferð og flugi um helgina.

Um helgina var töluvert flakk á HSSR félaögum. Á föstudag voru fimm félagar að störfum á Langjökli með starfsmönnum Raunvísindastofnunar. Lesið var af jöklavírum á norðurjöklinum og grafnar upp og teknar niður tvær veðurstöðvar á Hagafellsjökli. Þegar er kominn töluverður og vel heldur snjór á jökilinn allan og tók fjóra menn fimm klukkutíma að grafa upp veðurstöðina sem myndin er af.

Tækjahópur hélt til fjalla á föstudagskvöld, gisti á Hlöðuvöllum og hélst svo ásamt Hafnfirðingum og Garðbæingum norður yfir Langjökul á Hveravelli á laugardag. Heimleiðis suður yfir jökul var haldið í gær í "príðilegu skítaveðri". Í ferðinni sem er ein af nýliðaæfingaferðum Tækjahóps sem farnar eru á hverjum vetri tóku 6 félagar þátt.

Þá gengu um 20 HSSR félagar úr Dyradal, á Skeggja og vestur í Sleggjubeinsskarð á laugardag. Fyrir þeim hóp fóru hinir ólseigu Eftirbátar sem lengi virðast ætla að halda stöðu sinni sem harðasta göngufólk sveitarinnar. Á milli fóta Eftirbáta flæktust svo um tíu nýliðar sem vonandi eiga eftir að endast í starfi jafn lengi og umræddir Eftirbátar.

—————-
Texti m. mynd: 4M há veðurstöð
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson