HSSR félagi gerir víðreiðst

Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og meðlimur í Hjálparsveit skáta Reykjavík, er nú á leið til Filipseyja þar sem hann mun næstu tvær vikurnar stýra aðgerðum í björgunarstarfi eftir að mikil aurflóð urðu þar í kjölfar fellibylsins Lupit sem gekk yfir landið sl. föstudag. Ólafur fer á skaðasvæðið sem hluti af sjö manna teymi sérfræðinga á vegum UNDAG, sem starfar undir hatti Sameinuðu þjóðanna og aðstoðar við samhæfingu viðbragða alþjóðasamfélagsins eftir náttúruhamfarir. Slysavarnafélagið Landsbjörg á fjóra af um 200 sérfræðingum í UNDAG.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson