Íshellar eftir Skaftárhlaup.

Tveir félagar úr sleðaflokk HSSR þeir Hlynur Snæland og Gunni Vald, fóru í gær ásamt 4 öðrum sleðamönnum til að skoða íshellana sem urðu til við síðasta Skaftárhlaup.

Farið var frá Sigöldu og inní Glaðheima, þaðan inn á Breiðbak og að jökulkantinum þar sem Skaftáin ruddist fram í síðasta hlaupi. Greinilegt er að mikið hefur gengið á þarna.

Ekki er hægt að segja að gott sleðafæri hafi verið frá Breiðbak og að jöklinum. Því var haldið frá Skaftár íshellunum yfir hornið á Tungnaárjökli og niður í Jökulheima. þaðan í Veiðivötn og úr Veiðivötnum yfir Tungnaá við Svartakrók og niður á Sigöldu.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson