Ísklifurnámskeið á Steinholtsjökli

Þann 27. september var ísklifurnámskeið hjá n2. Valið stóð á milli Sólheimajökuls og Steinholtsjökuls og var sá síðarnefndi valinn. Daginn áður fóru nokkrir undanfarar í könnunarleiðangur inn á mörk að ath aðstæður á Steinholtsjökli og voru þær mjög góðar. Gangan tekur um klukkustund inn að jökli en sú ganga er fljót að líða vegna stórkostlegrar náttúru sem þar er að finna.

Daginn eftir mættu nýliðar 2 á svæðið 22 talsins. Kennd var ganga á broddum, sprungubjörgun, júmm upp línu og síðan í restina var farið í ísklifur. Gekk þetta allt stóráfallalaust og lék veðrið við okkur þó hann kári hafi blásið eilítið af norðri með dass af hvítu gulli.

Kv Undanfarar.

—————-
Texti m. mynd: Einn svelgurinn.
Höfundur: Daníel Guðmundsson