Klifurmót fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00

Jæja, þá er komið að því.
Klifurmót númer 2 í röðinni verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember.
Sökum þess að ráðstefnan um starf innan HSSR verður þennan sama dag (klukkan 19:00) þá er sennilega vissara að halda þetta klukkan 17:00.

Fyrirkomulag verður með svipuðu formi og á fyrstu keppninni og ætlar Hálfdán að klína nokkrum vel völdum gripum upp á vegginn fyrir okkur (því Robbi búðingur þykist ætla að lesa undir próf þessa daga)…
Á síðasta mót mættu samtals 12 manns, þar af 5 gestir. Finnst mér alveg lágmark að tvöfalda fjöldann frá HSSR á þessari keppni!

Minni svo á klifurkvöldið núna á fimmtudaginn. Mætum yfirleitt kringum 18:00 og oftast er fólk á staðnum til að verða 20:00.

—————-
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson