Landsæfing á Austurlandi

Landsæfing SVFL verður haldin á Austurlandi 9. apríl n.k. eða eftir rétt tæpan mánuð. Æfingin hefst snemma á laugardagsmorgni, kemur til með að standa fram eftir degi og lýkur með sameiginlegri máltíð í húsnæði Björgunarsveitarinnar Héraðs og sundkennslu í sundlauginni á Egilsstöðum eftir matinn. Boðið verður upp á gistingu fyrir þá sem það vilja en sjálfir verða menn að koma með dýnur og svefnpoka.

Viðbragðshópur og sjúkrahópur eru búnir að skrá sig. Við hvertjum alla félaga til að koma með; hvort sem þeir eru starfandi í útkallshópunum eða ekki. Fólk þarf hins vegar að vera snöggt að taka við sér, því að skráninarfresturinn er liðinn. Þau okkar sem ætla að fara og ekki hafa þegar látið vita af sér ættu því að hafa samband við sinn hóp, eða Íbí í s. 8998767. Sýnum nú kraft okkar og mætum með öflugt lið!!

—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Höfundur: Ingibjörg Eiríksdóttir