Landsæfing SL 24. október

Nú styttist í Landsæfinguna sem verður haldin á Reykjanesi laugardaginn 24. október. Það eru björgunarsveitir á Reykjanesi sem skipuleggja æfinguna. Verkefni verða við allra hæfi þ.a.m. tækjaverkefni, fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrstahjálp og almenn verkefni.

Gunnar Kr. Björgvinsson ætlar að halda utan um skráningu hópa frá HSSR. Hóið saman hóp og sendið honum línu (gunnar@skidasvaedi.is) eða tilkynnið ykkur inn á korknum.

Nánari upplýsingar um æfinguna má finna á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson