Landsþing SL haldið á Hellu dagana 13.- 14. maí

Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur landsþing sitt dagana 13.-14. maí næstkomandi á Hellu.
Áætlað er að þingið verði sett við hátíðlega athöfn kl. 14:00 á föstudeginum og að hefðbundin þingstörf hefjist í beinu framhaldi af því. Á laugardeginum hefjast þingstörf kl. 09:00 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 17:00

Grill og glens: Á föstudagskvöldinu verður haldin grillveisla í Reiðhöllinni við Hellu þar sem þema kvöldsins verður "kúrekar".

Björgunarleikarnir: Verða haldnir samhliða landsþingi laugardaginn 14. maí á svæðinu við Hellu. Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitin á Hellu munu sjá um skipulag og framkvæmd leikanna.

Árshátíð SL: Á laugardagskvöldinu verður haldin glæsileg árshátíð félagsins í íþróttahúsinu, þar sem boðið verður upp á hlaðborð forrétta og aðalrétta og stórdansleik með Sniglabandinu. Veislustjóri verður Skúli Gautason.

Stjórn félagsins vill hvetja allar félagseiningar til að senda fulltrúa á þingið auk þess sem hún hvetur félaga til að fjölmenna á árshátíðina, sem og aðra skipulagða dagskrá, sem verður í gangi báða dagana.

Skráning á þingið og á árshátíðina hefst miðvikudaginn 6. apríl á heimasíðu félagsins www.landsbjorg.is og í síma 570-5900. Einnig hefst skráning á björgunarleikana sama dag og heldur Ingólfur utan um hana í netfangið ingolfur@landsbjorg.is

—————-
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir