Leit á Langjökli

Sunnudaginn 14. feb var sleða og snjóbílaútkall á Langjökul. Leitað var að tveim einstaklingum sem höfðu orðið viðskila við hóp og fundust þau heil á húfi aðfaranótt mánudags.

Veður var slæmt og skyggni lítið sem ekkert. Frá HSSR fóru sex sleðar, snjóbíllinn Boli ásamt vörubíl ásamt þrem jeppum með kerrum. Alls voru um 15 félagar í þessum hóp auk félaga í stjórnstöð og svæðisstjórn. Viðbragð sveitarinnar var ágætt og voru sleðar og snjóbíll komnir úr húsi um 50 mín eftir að kallað var út.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson