Leit við Vífilstaðavatn að 6 ára stúlku

Allt tiltækt björgunarlið var kallað út í dag til leitar að stúlku við Vífilstaðavatn. Félagar voru duglegir að tilkynni sig í útkallssímann, kem eða kem ekki. Alls fóru 9 manns á R2 og R3 í útkallið og tilbúnir í húsi voru 4 félagar. Stúlkan fannst heil á húfi á göngu í miðbæ Garðabæjar en hún skilaði sér ekki í skóla Hjallastefnunar við Vífilstaðaveg eftir hádegi.

—————-
Texti m. mynd: Okkar menn að störfum
Höfundur: Helga Garðarsdóttir