Leitartækninámskeið með ævintýraívafi….

Hinu árlega leitartækninámskeið HSSR sem af óviðráðanlegum aðstæðum þurfti að fresta um seinustu helgi hefur nú verið fundinn nýr staður og stund. Bóklegír og verklegir þættir námskeiðsins verða haldnir miðvikdagskvöldið 13. október og fimmtudagskvöldið 14. okt. frá klukkan 19:00 – 22:30. í og við M6.
Helgina 15.-17. okt. verður svo sveitarferð í umsjón viðbragðshópsins og verður sú ferð nýtt til að setja lokahnykkinn á námskeiðið með því að flétta inn í hana æfingu á laugardeginum.
Leitartækninámskeiðið er skylda fyrir Nýliða II en er að sjálfsögðu opið öllum félögum HSSR.
Sveitarferðin er að sjálfsögðu opin öllum félögum og vonandi að sem flestir mæti.

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson