Ljósmyndakeppnin breytir um ham!

Áttu mynd – eða myndavél? Treystirðu þér út í buskann til að smella af, eða niður í geymslu í kassagrúsk?

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ljósmyndakeppninnar sem auglýst var á dögunum. Frestur til að skila inn myndum hefur verið framlengdur og rennur út tveimur vikum fyrir árshátíð (haust 2007, dagsetning auglýst síðar).

Rétt er að minna á fyrirkomulag keppninnar, en megintilgangurinn er sem fyrr að hafa gaman af.

Keppnisflokkar
• Á ystu nöf
• Öll veður hafa eitthvað
• Syngjandi sveifla
…Hugmyndaflug hvers og eins er það eina sem takmarkar útfærslur flokkanna. Og munið að senda má fleiri en eina mynd tilheyrandi hverjum flokki.

Myndgerðir
Myndirnar mega vera nýjar sem gamlar, teknar á filmu eða stafrænar.

Þátttakendur
Fullgildum félögum, yngri og eldri – sem og nýliðum, yngri og eldri, er heimil þátttaka.

Verðlaun
Í dómnefnd eiga sæti 5 félagar úr ólíkum áttum. Úrslit munu verða kunngjörð á árshátíð sveitarinnar í haust (dagsetning auglýst síðar).
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki. Þá verða bónusverðlaun, einnig vegleg.
Verðlaunamyndirnar þrjár verða stækkaðar og fá veglegan veggstað á Malarhöfðanum.
Allar innsendar myndir fá það í verðlaun að komast í myndasafn HSSR og eiga þar með möguleika á birtingu í hvers kyns kynningarefni sveitarinnar.

Keppnisreglur
– Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á höfundarétt.
– Innsendar myndir mega að hámarki vera 1 MB, ekki stærri en 1200 x 1000 pixlar, hvort heldur skannaðar eða rafrænar að uppruna.
– Tekið skal fram hvar og hvenær myndin er tekin og hverjir prýða hana.
– Tilgreinið á hvaða vél myndin er tekin og hver myndvinnslan er.

Móttaka mynda
Stafrænar myndir skulu sendar á netfangið: hrafnha@gmail.com
Myndir á pappír/slides má senda á HSSR/ Ljósmyndakeppni / Malarhöfða 6 / 110 Reykjavík.

Góðar stundir, Hrafnhildur og Hanna Kata.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir