Lykilfundur 10. júní kl. 19.15

Stjórn HSSR boðar til lykilfundar. Til lykilfunda eru boðaðir forystumenn hópa og flokka, félagar sem hafa forystu í verkefnum, starfsmenn HSSR auk stjórnar. Lykilfundur hefur ekki ákvörðunarvald en er ráðgefandi fyrir stjórn sveitarinnar.
Eftirfarandi mál verða á dagskrá.

1. Boð um þátttöku í alþjóðasveit. HSSR hefur verið boðið að sjá um vatnshreinsibúnað væri viðbót við starf alþjóðasveitar SL.

2. Drög að dagskrá kynnt og rædd

3. Útkallsskipulag – Kynning og umræður.

4. Hugsanlegir samningar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna stórra áfalla.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson