Má bjóða þér á jólagleði lúðan mín?

Flugeldasalan nálgast óðfluga. Flugeldanefnd býður því til jólagleði þann 7. desember að Malarhöfða sex og hefst hún kl. 19.00.
Gleðin verður í tækjageymslunni og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá auk góðgætis.
Við hvetjum þig og þína (með því er átt við maka – sambýling eða hvern þann aðila sem þú ert í nánum kynnum við) að koma og njóta kvöldsins.

Dagskrá gleðinnar er hér til vinstri, undir dálknum “Gögn” Einnig er þar að finna sérstaka auglýsingu um einn af dagskráliðunum sem er keppnin um Herra Hjálparsveit.

—————-
Texti m. mynd: Herra Hjálparsveit verður kosinn á þriðjudaginn
Höfundur: Einar Daníelsson